Vetrarfrí í London

 Vetrarfrí 2023 hófst í London. Við ákváðum síðasta haust að skella okkur til London með allt gengið. Fundum flugmiða, hræódýrt, hjá Easyjet og svo íbúð á góðum stað rétt sunnan við Thames og stutt frá Underground stöð. 

Ferðalagið hófst á hádegi laugardaginn 11. Afmælisdagurinn hans Mumma vinar míns. Anyway, tókum rútu til Köben og svo lest upp á flugstöð. Jara fór þar með í fyrsta sinn í flugvél. 

Ég tók alveg einstaklega fáar myndir. Magnea var duglegri. 

Á sunnudeginum fór 5/6 af hópnum í átt að Buckingham höll, tóku London Eye og hluta af miðbænum. Ég lá því miður í ælupest heima og svaf eiginlega allan þann dag. Vildi óska að ég gæti kennt áfengi um, en nei þetta var bara venjuleg ælupest, Munda og Helgi!

Mánudagur og þriðjudagur fóru í Madame Tussauds, strætó túristatúr, Covent Garden, söfn og skyndibitaát.

Allt í allt flott ferð með stórum hóp. Við vorum sex stykki og allir með mismunandi áhugamál. Við Veigar fórum einir á söfnin. Sáum Imperial stríðssafnið, Hersafnið og svo the Wallace collection, sem okkur var bent á af því að Brittish Museum var lokað vegna yfirvofandi verkfalls.

Mig langar mikið að fara aftur, þá bara við Magnea og fá að njóta betur Covent Garden, fara á útimarkaði og svo loks British museum og jú kannski Natural history museum. 

London underground er eitt af 8 undrum veraldar.

Læt nokkrar myndir fljóta með.


Jara og Krummi klár í flugið.

Á leiðinni frá Gatwick til London.



Á leið til Buckingham hallar.


Rétt náði í skottið á Mikka Ref sem bjó rétt hjá okkur.


London Underground


Imperial War museum.


Wallace collection


Heim á ný!

Ummæli

Helgi sagði…
Lundúnir eru ætíð spennandi. Gott hjá ykkur að heimsækja hana.
Munda fékk svipaða veirupest í Eyjum um árið. Þannig geta þessar pestir hagað sér.
Nafnlaus sagði…
Reyndu ekki einu sinni að komast í klúbbinn Arnar !!! Smekkfullt í Uppsalaklúbbnum.
kv Munda

Vinsælar færslur